31.10.2007 | 21:56
Gott að vera komin í smá frí........
Hæ hæ allar.......
Jæja best að blogga aðeins. ... Nú loksins er vinnutörnin á enda og bara komin í frí framm á þriðjudag,en yndislegt
og þá þarf að vera duglegur við lærdóminn í staðinn. Ég skellti mér loksins í sálfræði prófið í gærkveldi,og gekk bara nokkuð vel, ég er nú ekki enn búin að taka Word prófið er að safna í mig kjark. Ég er nú samt að spá í að skella mér á Akureyri á föstudag ef veður leyfir....... og kíkja aðeins í búðir,eða þannig.
..... fullt af jóladóti komið segja krakkarnir,þetta er allt of snemmt finnst ykkur ekki??Jæ nei nei nóvember á morgun. Mikið hlakka ég til að hitta ykkur skólasystur eftir áramót og spjalla við ykkur. Það væri nú gaman að gera eitthvað skemmtilegt saman,þó væri ekki nema að fara á kaffihús...
ekki satt????? Jæja best að halda áfram í lollinu.......
Athugasemdir
Gott hjá þér að fá svolítið frí.....gaman að kíkja inn á Akureyri, en þetta með jóladótið er full snemmt fyrir minn smekk allt í lagi upp úr 24.nóv.. ha ha já það verður gaman að hittast í vetur kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 31.10.2007 kl. 23:13
Ég hef ekki séð svo mikið af jóladóti enn þá þeir voru eitthvað byrjaðir að stilla því upp í Rúmfó. Að sjálfsögðu förum við á kaffihús þegar við hittumst í Reykjavík kveðja Gagga
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 1.11.2007 kl. 11:41
Hæ aftur Ég skrapp á Glerártorg áðan og það ER komið fullt af jóladóti. Ég sá meira að segja jólaseríu á svölum Þetta er greinilega að bresta á Kveðja Gagga
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 1.11.2007 kl. 20:08
Jólahvað ! Í alvöru, mér finnst það nú full snemmt að fara að auglýsa jólavörur og fleira því tengt í októberlok. Er ekki allt í lagi að það nálgist miðjan nóvember, er það ekki nógu snemmt. Það finnst mér allavega. Því þegar jólin svo koma þá finnst manni þau vera orðin "úrelt". Kannski örlíitil dómharka hjá mér. kv, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 6.11.2007 kl. 16:27
Já það verður spennandi þegar þessi törn er búin þá hellir maður sér í jólaundirbúninginn...gangi þér vel.. kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 11.11.2007 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.